Metfjöldi ferðamanna þrátt fyrir mótmæli

AFP

Alls sóttu tæplega 90 milljónir erlendra ferðamanna Frakkland heim í fyrra og hafa aldrei verið fleiri þrátt fyrir mótmæli gulvestunga.

Ferðamálastofa Frakklands segir að Frakkland sé það land sem tekur á móti flestum ferðamönnum í heiminum og er stefnan tekin á yfir 100 milljónir erlendra ferðamanna árið 2020.

Mest er fjölgunin á ferðamönnum frá Asíu en þeim fjölgaði um 7,4% frá árinu 2017. Evrópskir ferðamenn eru enn sem fyrr fjölmennastir því 79% þeirra sem sækja Frakkland heim koma frá öðrum ríkjum Evrópu. 

AFP

Eyðsla ferðamanna hefur aldrei verið meiri í Frakklandi en þeir eyddu alls 56,2 milljörðum evra í Frakklandi í fyrra. 

Embættismenn hafa óttast að mótmæli gulvestunga í París á laugardögum og í öllum stærstu borgum landsins hafi áhrif á komu farþega á flugvelli Parísarborgar því þeim hefur fækkað undanfarna mánuði. Allt bendir til þess að komum ferðamanna til Parísar hafi fækkað um tæp 5% á fyrsta ársfjórðungi. 

Alls starfa tvær milljónir við ferðaþjónustu í Frakklandi og atvinnuleysi hefur ekki mælst jafn lítið í Frakklandi og nú í tíu ár.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK