Hagnaður írska flugfélagsins Ryanair dróst saman um 29% á síðasta rekstrarári og er það rakið til lækkunar á verði farmiða og aukinnar samkeppni í flugi.
Hagnaður Ryanair nam 1,02 milljörðum evra á rekstrarárinu sem lauk 31. mars. Á yfirstandandi rekstrarári er gert ráð fyrir að hagnaðurinn minnki enn frekar og nemi 750 til 950 milljónum evra.