Fyrirtækið Metatron hefur verið stórtækt í lagningu gervigrasvalla frá árinu 2000 en starfsmenn þess vinna nú að lagningu nýs vallar í Víkinni í Reykjavík. Sífellt fleiri íþróttafélög velja þá leið að leggja gervigras á aðalvelli sína en sú aðgerð er mikið fyrirtæki.
Um 60 milljónir króna kostar að leggja undirlag og gervigras fyrir einn völl og endurnýja þarf keppnisvelli á 4-5 ára fresti, að sögn Páls Halldórssonar, framkvæmdastjóra Metatrons. 361 tonn af gúmmíi, sandi og gervigrasi þarf til þess að leggja einn völl í fullri stærð og allt er flutt inn.