Valitor áfrýjar Wikileaks-máli

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi Valitor til að greiða SSP og Datacell …
Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi Valitor til að greiða SSP og Datacell sam­tals 1,2 millj­arða króna í bæt­ur fyr­ir að hafa lokað greiðslugátt fyr­ir­tækja fyr­ir Wiki­leaks í 617 daga.

Valitor áfrýjaði nú í vikunni máli fyrirtækisins gegn Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell til Lands­rétt­ar. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi Valitor til að greiða SSP og Datacell sam­tals 1,2 millj­arða króna í bæt­ur fyr­ir að hafa lokað greiðslugátt fyr­ir­tækja fyr­ir Wiki­leaks í 617 daga.

Mbl.is greindi frá því í lok síðasta mánaðar að Valitor myndi líklega áfrýja úrskurðinum.

 „Við mat á fjár­hæð tjóns stefn­enda lít­ur dóm­ur­inn til þess hve lengi lok­un stefnda varði, 671 dag, og til þess hve mik­ill fjöldi greiðslna barst í gegn­um greiðslugátt stefnda þann stutta tíma sem hún var opin og hve háar fjár­hæðirn­ar voru að meðaltali,“ sagði í dómi héraðsdóms.

Áður hafði komið fram að for­ráðamenn fyr­ir­tækj­anna sem fóru með sig­ur af hólmi í mál­inu fyr­ir héraðsdómi, væru að íhuga að áfrýja niður­stöðunni, þar sem 1,2 millj­arðar króna væru ekki full­nægj­andi bæt­ur fyr­ir það tjón sem Valitor hefði valdið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK