Stefna á fjölda verslana

Albert og Lóa opnuðu fyrstu verslunina á Íslandi árið 2011
Albert og Lóa opnuðu fyrstu verslunina á Íslandi árið 2011 mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjónin Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir hlutu nýverið umboðið fyrir sænsku fataverslunarkeðjuna Lindex og stefna að opnun fyrstu verslunarinnar í haust í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn.

Stefnan hjá þeim hjónum er að almenningur í Danmörku muni þekkja vörumerkið Lindex og að fyrirtækið muni með tímanum hafa svipaða stöðu og það hefur annars staðar á Norðurlöndum en Lindex rekur meðal annars 200 verslanir í Svíþjóð, 90 verslanir í Noregi, 60 verslanir í Finnlandi auk 7 verslana á Íslandi.

Velgengnin hér lykilatriði

Í umfjöllun um áform þessi í ViðskiptaMogganum í dag segir að hjónin hlutu umboðið á Íslandi árið 2011 og frá þeim tíma hefur reksturinn gengið afar vel en rekstrartekjur fyrirtækisins námu 1,4 milljörðum króna árið 2017. Segir hann að fyrst um sinn hafi ekki komið til greina að veita umboð fyrir Danmerkurmarkað en að svarið hafi breyst með tíð og tíma og að velgengnin hér á landi hafi verið lykilatriði. „Ég held að þetta hefði aldrei komið til hefði Íslandsreksturinn ekki gengið vel. Við hefðum aldrei komið til greina“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka