Veröld sem var

Töl­ur yfir hag­vöxt á fyrsta árs­fjórðungi sem birt­ar voru í morg­un eru dá­lítið eins og upp­hit­un­ar­atriðið sem eng­inn kom til að horfa á, held­ur bíða all­ir með önd­ina í háls­in­um eft­ir aðal­atriðinu, ís­lensku hag­kerfi eft­ir gjaldþrot WOW air. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka um efna­hags­mál en Hag­stofa Íslands birti í morg­un lands­fram­leiðslu­töl­ur fyr­ir fyrsta árs­fjórðung (1F) 2019. 

„Spenn­ing­ur­inn fyr­ir fram var þar af leiðandi lít­ill þar sem töl­urn­ar lýsa efna­hags­leg­um veru­leika sem á ekki leng­ur við. Að því sögðu, þá bera töl­urn­ar það skýrt með sér að gó­sentíð síðustu ára er liðin und­ir lok, og var það strax á 1F jafn­vel þótt tvö inn­lend flug­fé­lög hafi verið starf­rækt. Lands­fram­leiðslan jókst um 1,7% milli ára á 1F og þarf að leita aft­ur til 2014 til að finna slak­ari töl­ur.

Þrátt fyr­ir lít­inn hag­vöxt sögu­lega séð, er hann nokkuð um­fram vænt­ing­ar okk­ar, þar sem spá okk­ar hljóðaði upp á 0,5% hag­vöxt á 1F. Það er fyrst og fremst tvennt sem skýr­ir þetta frá­vik.

Í fyrsta lagi jókst íbúðafjár­fest­ing langt­um meira en við höfðum áætlað, eða um 58% sam­an­borið við spá upp á 4%. Í öðru lagi reynd­ist vöru­út­flutn­ing­ur nokkuð þraut­seig­ari en við reiknuðum með. Aðrir und­irliðir þróuðust nokk­urn veg­inn í takt við okk­ar vænt­ing­ar,“ seg­ir í grein­ingu Ari­on banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK