Veröld sem var

Tölur yfir hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi sem birtar voru í morgun eru dálítið eins og upphitunaratriðið sem enginn kom til að horfa á, heldur bíða allir með öndina í hálsinum eftir aðalatriðinu, íslensku hagkerfi eftir gjaldþrot WOW air. Þetta kemur fram í umfjöllun greiningardeildar Arion banka um efnahagsmál en Hagstofa Íslands birti í morgun landsframleiðslutölur fyrir fyrsta ársfjórðung (1F) 2019. 

„Spenningurinn fyrir fram var þar af leiðandi lítill þar sem tölurnar lýsa efnahagslegum veruleika sem á ekki lengur við. Að því sögðu, þá bera tölurnar það skýrt með sér að gósentíð síðustu ára er liðin undir lok, og var það strax á 1F jafnvel þótt tvö innlend flugfélög hafi verið starfrækt. Landsframleiðslan jókst um 1,7% milli ára á 1F og þarf að leita aftur til 2014 til að finna slakari tölur.

Þrátt fyrir lítinn hagvöxt sögulega séð, er hann nokkuð umfram væntingar okkar, þar sem spá okkar hljóðaði upp á 0,5% hagvöxt á 1F. Það er fyrst og fremst tvennt sem skýrir þetta frávik.

Í fyrsta lagi jókst íbúðafjárfesting langtum meira en við höfðum áætlað, eða um 58% samanborið við spá upp á 4%. Í öðru lagi reyndist vöruútflutningur nokkuð þrautseigari en við reiknuðum með. Aðrir undirliðir þróuðust nokkurn veginn í takt við okkar væntingar,“ segir í greiningu Arion banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK