„Við erum að leggja enn meiri áherslu á erlendu starfsemina, bæði með því að efla það sem við höfum verið að gera og skipuleggja í hvaða formi hún eigi að vera í framtíðinni. Talið var mikilvægt að forstjóri fyrirtækisins leiddi sjálfur þá vinnu.“
Þetta segir segir Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, í Morgunblaðinu í dag.
Ari hefur tekið við stjórn dótturfyrirtækisins Ísey útflutningur. Pálmi Vilhjálmsson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri og mun stýra innlendri starfsemi MS.