Vaxtalækkanir sagðar dágóð búbót

Breki Karlsson.
Breki Karlsson. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það munar um minna,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í Morgunblaðinu í dag um vaxtabreytingar bankanna sem gerðar voru fyrir helgi. „0,5% vaxtalækkun á hverja milljón eru 5.000 krónur á ári. Þeir sem skulda þrjátíu milljónir til dæmis borga þá 150.000 krónum minna af vöxtum á ári við þessar breytingar. Það er dágóð búbót fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Breki.

Landsbankinn tilkynnti á föstudaginn að bæði innláns- og útlánsvextir yrðu lækkaðir á nýrri vaxtatöflu sem tók gildi strax á laugardag. Í breytingunum felst að fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða voru lækkaðir um 0,50 prósentustig og sömu vextir til 36 mánaða um 0,30 prósentustig. Vextir á hliðstæðum verðtryggðum lánum lækkuðu um 0,35 prósentustig. Á sama tíma lækkuðu breytilegir innlánsvextir um 0,10-0,50 í flestum tilvikum en standa sumir í stað.

Auður, netfjármálaþjónusta á vegum Kviku, lækkaði í sömu svipan sína innlánsvexti úr 4,0% í 3,5% og Arion banki tilkynnti um aðra eins lækkun. Ekki hefur borist tilkynning þessa efnis frá Íslandsbanka en Breki telur annað ólíklegt en að hann taki upp á hinu sama, enda spurning um að bjóða viðskiptavinum sem best kjör.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK