Kaldalón á First North-markaðinn

Kaldalón hyggst reisa 900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
Kaldalón hyggst reisa 900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lagt var til á aðalfundi þróunarfélagsins Kaldalóns, sem sérhæfir sig í þróun íbúðabyggða og húsbyggingum, að félagið yrði skráð á First North-markaðinn í sumar.

Á aðalfundi félagsins í gær var tilkynnt ráðning Jónasar Þórs Þorvaldssonar í starf framkvæmdastjóra félagsins sem hefur einnig gert samning um eignastýringu og umsjón með daglegum rekstri við Kviku banka.

Í ViðskiptaMogganum í dag segir Jónas Þór að félagið hyggist reisa 900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Vogabyggð, á Kársnesi, Urriðaholti, á Steindórsreit og í Vesturbugt, með mismunandi kaupendahópa í huga.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK