Selja lyf á netinu

Haukur Ingason eigandi Garðs Apóteks.
Haukur Ingason eigandi Garðs Apóteks. Ljósmynd/Aðsend

Garðs Apó­tek er fyrsta apó­tekið á Íslandi til þess að fá heim­ild Lyfja­stofn­un­ar til að selja lyf á net­inu. Hægt er að versla bæði lyf­seðils­skyld og lausa­sölu lyf í net­versl­un apó­teks­ins, appotek.is. Lyfja­stofn­un og Land­lækn­ir setja ströng skil­yrði fyr­ir net­versl­un með lyf og þarf að upp­fylla ít­ar­leg­ar ör­yggis­kröf­ur. 

„Neyt­end­ur geta til að mynda séð lyf­seðla sína og barn­anna, pantað til­tekt á lyf­seðla, greitt lyf­in, pantað heimsend­ingu á lyfj­un­um og séð greiðslu­tíma­bil sitt og greiðslu­stöðu hjá SÍ. Flest­ir nota þó App­ó­tekið aðallega til að flýta fyr­ir sér, panta til­tekt á lyf­seðla og koma síðan og sækja lyf­in sem eru þá til­bú­in til af­hend­ing­ar í apó­tek­inu.“ Þetta er haft eft­ir Hauki Inga­syni, eig­anda Garðs Apó­teks, í til­kynn­ingu.

Hann seg­ir jafn­framt að versl­un með lyf á net­inu sé framtíðin og mögu­leik­arn­ir eru mikl­ir í bættri þjón­ustu fyr­ir viðskipta­vin­ina.

Hug­búnaðarfyr­ir­tækið Code­Be­ar sá um þróun kerf­is­ins fyr­ir Garðs Apó­tek en það held­ur utan um kaup­ferlið sem og teng­ing­ar við Lyf­seðils­gátt­ina og Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands (SÍ).

„Mikið traust þarf að ríkja fyr­ir net­versl­un með lyf og erum við mjög stolt­ir af því að hafa þróað þessa lausn. Að baki er nokk­urra ára þró­un­ar­vinna en stand­ast þarf strang­ar ör­yggis­kröf­ur til þess að kom­ast á lista Lyfja­stofn­un­ar yfir apó­tek sem hafa heim­ild til þess að selja lyf á net­inu” seg­ir Bjarni Þór Kjart­ans­son fram­kvæmda­stjóri Code­Be­ar í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK