42% telja vanda í farþegaþjónustu

Langflestir telja samkeppni hafa jákvæð áhrif á neytendur, en 42% …
Langflestir telja samkeppni hafa jákvæð áhrif á neytendur, en 42% telja samkeppnisvandamál vera innan farþegaþjónustu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 42% Íslendinga verða vör við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, 33% í fjármálaþjónustu og 24% á matvörumarkaði samkvæmt könnum MMR sem gerð var fyrir Samkeppniseftirlitið, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.

Til samanburðar nefna 27% svarenda sambærilegrar könnunar í Evrópusambandinu að þeir verða varir við slík vandamál í síma- og netþjónustu og á orkumarkaði auk lyfjamarkaðar.

Þá segir að um 80% hafi heyrt um ákvörðun sem tekin hefur verið af samkeppnisyfirvöldum, en aðeins helmingur svarenda innan ESB höfðu heyrt af ákvörðun samkeppnisyfirvalda.

Einnig telja 97% svarenda virka samkeppni hafa jákvæð áhrif á sig sem neytendur. Fram kemur í tilkynningunni að þetta hlutfall er hvergi hærra í Evrópu og að innan ESB svöruðu 83% að samkeppni hafi jákvæð áhrif.

Samkeppniseftirlitið segir í tilkynningunni að könnunin er sambærileg þeirri sem framkvæmd er innan ESB. „Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að íslenskir neytendur séu mjög meðvitaðir um mikilvægi virkrar samkeppni og samkeppniseftirlits.“

Úrtak könnunarinnar var 941 og voru niðurstöður vigtaðar með tilliti til aldurs, kyns, búsetu og menntunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK