Baráttan við himinháa leigu

Berlínarbúar eru ósáttir við hátt leiguverð.
Berlínarbúar eru ósáttir við hátt leiguverð. AFP

Him­in­hátt leigu­verð er eitt af því sem fólk kvart­ar und­an í stór­borg­um heims­ins. Víða hafa borg­ar­yf­ir­völd gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækk­un­um á húsa­leigu og í dag munu borg­ar­yf­ir­völd í Berlín kynna sitt út­spil í þess­ari bar­áttu.

Á fundi borg­ar­ráðs Berlín­ar síðar í dag verður vænt­an­lega samþykkt að frysta húsa­leigu í fimm ár til þess að koma í veg fyr­ir að fleiri flytji á brott þar sem fólk er ein­fald­lega að gef­ast upp og flytja annað. Berlín er ekki eina borg­in sem hef­ur gripið til aðgerða að und­an­förnu því yf­ir­völd í New York-ríki samþykktu á föstu­dag setn­ingu laga sem er ætlað að verja lág­tekju­fólk á leigu­markaði. 

Sam­kvæmt nýju lög­un­um sem tóku gildi í New York-ríki er felld út heim­ild eig­enda húsa til þess að hækka leigu þegar nýir leigj­end­ur flytja inn. Eins er lög­un­um ætlað að koma í veg fyr­ir að þeir sem eru að taka íbúðir á leigu þurfi að greiða kostnaðarsam­ar fram­kvæmd­ir á íbúðum. 

Hertar reglur varðandi leigumarkað hafa verið samþykktar í New York.
Hert­ar regl­ur varðandi leigu­markað hafa verið samþykkt­ar í New York. AFP

Fjöl­skyldu­fólk flýr New York

Að auki verður gripið til aðgerða til að koma í veg fyr­ir að íbúðir fari úr út­leigu en talið er að frá ár­inu 1994 hafi 300 þúsund íbúðir horfið af al­menn­um leigu­markaði í New York-borg einni. Það hef­ur neytt fólk með litl­ar tekj­ur og jafn­vel millistéttar­fjöl­skyld­ur til þess að flytja út úr borg­inni með þeim af­leiðing­um að fjöl­skyldu­fólki fækk­ar stöðugt í stór­borg­inni. 

New York-borg er ein af tíu dýr­ustu borg­um heims en talið er að nýju lög­in hafi bein áhrif á um 2,4 millj­ón­ir borg­ar­búa af þeim 8,5 millj­ón­um sem eru á leigu­markaði þar.

Íbúðir í eigu borg­ar­yf­ir­valda í Vín

Vín í Aust­ur­ríki hef­ur farið þá leið að stór hluti af leigu­markaðnum er á veg­um hins op­in­bera. Þetta hef­ur haft þær af­leiðing­ar að Vín þykir afar eft­ir­sótt­ur kost­ur fyr­ir fólk að búa en af 1,9 millj­ón­um borg­ar­búa búa sex af hverj­um tíu í íbúðum sem eru í eigu borg­ar­yf­ir­valda eða fyr­ir­tækja sem ekki eru rek­in í ágóðaskyni. 

Borg­ar­yf­ir­völd eru með þak á tekj­ur fólks sem get­ur fengið slík­ar íbúðir á leigu en þakið er það hátt að fólk sem telst til millistétt­ar hef­ur einnig mögu­leika á að leigja þær. 

Barcelona er vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Barcelona er vin­sæll áfangastaður ferðamanna. AFP

Bar­átt­an við Airbnb í Barcelona

Í Barcelona hef­ur húsa­leiga hækkað mjög und­an­far­in ár eða um 35% frá ár­inu 2010 og er hækk­un­in einkum rak­in til vin­sælda borg­ar­inn­ar meðal ferðamanna. Það hef­ur haft þau áhrif að sí­fellt fleiri íbúðir eru leigðar út í gegn­um Airbnb eða sam­bæri­leg skamm­tíma­leigu­úr­ræði. 

Borg­ar­yf­ir­völd hafa und­an­farið reynt að stöðva slíka starf­semi með því að þvinga þúsund­ir íbúðaeig­enda, sem hafa leigt íbúðir sín­ar á Airbnb, án þess að vera með heim­ild til rekst­urs ferðaþjón­ustu, til þess að hætta út­leig­unni.

Eins eru þau hætt að gefa út ný slík leyfi. Jafn­framt hafa yf­ir­völd í Barcelona ráðið fólk í vinnu við að fara yfir aug­lýs­ing­ar á Airbnb til þess að bera kennsl á þá sem reyna að svíkja lög um skamm­tíma­leigu.

Skamm­tíma­leiga bönnuð í miðborg Par­ís­ar

Þak verður sett á húsa­leigu í höfuðborg Frakk­lands, Par­ís, um næstu mánaðamót. Þetta var einnig gert á ár­un­um 2015 til 2017 og bæt­ist nú við regl­ur sem hafa gilt í nokk­ur ár varðandi hækk­un á húsa­leigu­verði þegar nýir leigj­end­ur taka við. Bannað hef­ur verið um ára­bil að hækka leigu mjög á milli leigj­enda í borg­inni til þess að reyna að tryggja stöðug­leika á markaði. 

Breyt­ing­arn­ar eru liður í að draga úr skamm­tíma­leigu í gegn­um Airbnb og sam­bæri­lega vefi og er stefnt að því að banna slíka skamm­tíma­leigu í miðborg­inni. 

AFP

Biðlist­ar eft­ir íbúð í Stokk­hólmi

Í Stokk­hólmi fylgj­ast yf­ir­völd grannt með leigu­markaðnum en um 44% af leigu­íbúðum eru í eigu stofn­ana. Gefa þarf upp­lýs­ing­ar um húsa­leigu á hverju ári og er um sam­starfs­verk­efni fast­eigna­eig­enda og sam­taka leigj­enda að ræða. 

Til þess að fá slíka íbúð á leigu þarf fólk að skrá sig á biðlista og er biðin oft löng eða allt að 20 ár. Eins er mögu­leiki á að vera hepp­inn því dregið er um ein­hverj­ar slík­ar íbúðir í lottói. Sá sem fær slíka íbúð á leigu get­ur búið þar allt til æviloka eða jafn­vel skipt á henni fyr­ir aðra. En til þess þarf viðkom­andi að hafa gegnt herþjón­ustu eða starfað er­lend­is á veg­um hins op­in­bera. 

Aðrar íbúðir eru á al­menn­um leigu­markaði og eru samn­ing­ar háðir sam­komu­lagi meðal annarra íbúðaeig­enda í sama húsi. Sam­kvæmt AFP-frétta­stof­unni er svarta­markaðsbrask með íbúðir al­gengt í Stokk­hólmi þar sem nán­ast er sleg­ist um íbúðir á viðráðan­legu verði.

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokk­hólmi. AFP

Berlín ekki leng­ur ódýr og kynþokka­full

Hart hef­ur verið tek­ist á um húsa­leigu­verð í Berlín und­an­far­in miss­eri en ekki er langt síðan borg­in hafði það orð á sér að vera fá­tæk en kynþokka­full. Und­an­far­inn ára­tug hef­ur hús­næðis­kostnaður tvö­fald­ast í Berlín en marg­ir hafa flutt þangað enda afar auðvelt að fá þar vinnu. 

Nýju regl­urn­ar sem verða vænt­an­lega samþykkt­ar í dag taka gildi á næsta ári. Talið er að þær hafi áhrif á um 1,4 millj­ón­ir fast­eigna en eig­end­ur leigu­hús­næðis hafa verið iðnir við að láta leigj­end­ur greiða auka­lega fyr­ir fram­kvæmd­ir á hús­næði. Með nýju regl­un­um verður sett þak á hversu mikið er hægt að leggja á leigj­end­ur og í hvaða til­vik­um. 

Borg­ar­yf­ir­völd í öðrum þýsk­um borg­um fylgj­ast vel með aðgerðum yf­ir­valda í Berlín enda víða sama uppi á ten­ingn­um - fólk flýr úr borg­un­um vegna hárr­ar húsa­leigu.

Húsaleiga hefur hækkað mjög í Berlín.
Húsa­leiga hef­ur hækkað mjög í Berlín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka