Tugþúsundir nýta sér Apple Pay

Íslendingar hafa tekið afar vel í Apple Pay ef marka …
Íslendingar hafa tekið afar vel í Apple Pay ef marka síðasta mánuð. AFP
Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans hafa tekið afar vel í Apple Pay. Fjöldi skráðra korta í rafrænum veskjum er í kringum 40 þúsund. Ekki er liðinn nema mánuður frá því að viðskiptavinum Landsbankans og Arion banka bauðst að nýta sér þjónustu tæknirisans og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa.

Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs hjá Landsbankanum, segir að upptakan hafi verið mjög góð og í takt við áætlanir bankans. Á einum mánuði hafa nú ríflega 13 þúsund viðskiptavinir Landsbankans sótt Apple Pay, en samtals gera það um 20 þúsund debet- og kreditkort. 

Arion banki hefur engar tölur gefið út en áætla má að notendurnir séu álíka margir og hjá Landsbankanum.

Sjá má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK