JetBlue Airways fjölgar Airbus-vélum

JetBlue Airways er að bæta við sig 23 vélum frá …
JetBlue Airways er að bæta við sig 23 vélum frá Airbus.

Flugfélagið JetBlue Airways hefur ákveðið að panta 23 flugvélar frá flugvélaframleiðandanum Airbus. Þar af eru þrettán langdrægar flugvélar af tegundinni Airbus A321XLR. Þess utan ráðgerir félagið að bæta við sig tíu minni vélum af gerðinni Airbus A220.

Þetta kemur fram í frétt Reuters, en fréttaveitan telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að kaupin muni ganga í gegn á næstunni. Hvorki forsvarsmenn Airbus né JetBlue Airways hafa viljað tjá sig um málið.

Ef rétt reynist er samningurinn ekki sá fyrsti sem  Airbus gerir í vikunni, en áður hafði Indigo Partners náð  samn­ing­um við Air­bus um kaup á 50 flug­vél­um. Sá samningur var talinn hlaupa á 4,5 milljörðum Bandaríkjadala. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK