Nokkur flugfélög sýna 737 MAX-vélum áhuga

Boeing á nú í viðræðum um sölu á fleiri MAX-vélum.
Boeing á nú í viðræðum um sölu á fleiri MAX-vélum. AFP

Flugvélaframleiðandinn Boeing á nú í viðræðum við nokkur flugfélög um sölu á Boeing 737 MAX-vélum. Fréttirnar koma í kjölfar samninga Boeing um sölu á 200 nýjum 737-MAX-vélum til IAG, móðurfélags flugfélaganna Vueling, British Airways og JetSMART.

Að því er fram kemur í frétt Reuters um málið hafa nokkur flugfélög haft samband við Boeing með það fyrir augum að kaupa 737-MAX-vélar félagsins og standa viðræður nú yfir.

Fréttirnar þykja nokkuð óvæntar enda er enn ófyrirséð hvenær kyrrsetningu Boeing 737-MAX-vélanna verður aflétt. Haft er eftir forsvarsmönnum Boeing að nú sé róið að því öllum árum að koma vélunum í loftið á nýjan leik og vonir standi til að svo verði von bráðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK