Rekinn ef þú hlýðir ekki Ragnari Þór

Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

Full­trú­ar þeirra sam­taka at­vinnu­rek­enda sem mbl.is hef­ur rætt við lýsa mikl­um áhyggj­um og gera at­huga­semd­ir við ákvörðun full­trúaráðs VR um að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna vegna vaxta­ákvörðun stjórn­ar­inn­ar.

„Það virðist vera eins og það sé verið að grafa und­an sjálf­stæði stjórn­ar eins stærsta fjár­fest­inga­sjóðs Íslands og skila­boðin þau að ef þú hlýðir ekki Ragn­ari Þór þá verðurðu rek­inn,“ seg­ir Gunn­ar Dof­ri Ólafs­son, lög­fræðing­ur Viðskiptaráðs Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Annað skipti sem FME hnýt­ir í VR

„Það má ekki gleyma því að til­gang­ur líf­eyr­is­sjóða er að ávaxta líf­eyri, en ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um VR. Þarna er verið að opna fyr­ir það að spila með framtíðarlíf­eyri, því lög­bund­inn til­gang­ur líf­eyr­is­sjóða er að ávaxta elli­líf­eyri,“ út­skýr­ir hann.

Hann seg­ir þetta er í annað skiptið á stutt­um tíma sem Fjár­mála­eft­ir­litið sér ástæðu til þess að hnýta í af­skipti af sjóðnum. „Áður voru það boðuð af­skipti og nú eru það raun­veru­leg af­skipti af stjórn sjóðsins. Þetta hlýt­ur að kalla á spurn­ingu um hvað ger­ist næst. Virðist alla­vega vera búið að sýna fram á það að ef þú ger­ir ekki eins og þér er sagt þá er þér bara sópað út.“

„Ég held að við séum að setja mjög hættu­legt for­dæmi með þessu og það er ófyr­ir­séð hvaða af­leiðing­ar þetta kem­ur til með að hafa,“ seg­ir Gunn­ar Dof­ri.

Hafa lýst áhyggj­um

Haft hef­ur verið eft­ir Ólaf Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóra Fé­lags at­vinnu­rek­enda, að hann telji „hæpið“ að aðgerðir VR stand­ist lög og hef­ur Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sagt þetta „óheillaþróun.“

Stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna er skipuð átta mönn­um. Fjór­ir eru til­nefnd­ir af stjórn VR og fjór­ir af þeim sam­tök­um at­vinnu­rek­enda sem að sjóðnum standa, en þau eru: Kaup­manna­sam­tök Íslands, Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, Sam­tök iðnaðar­ins, Fé­lag at­vinnu­rek­enda og Viðskiptaráð Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK