Daníel Helgason, rekstrarstjóri Tölvuteks, segir í samtali við mbl.is að 40 starfsmenn hafi misst vinunna þegar rekstri verslana Tölvuteks var hætt í dag. Hann segir starfsmönnum hafi verið tilkynnt um málið á starfsmannafundi í morgun.
Tilkynning um að rekstri Tölvuteks væri hætt var birt á Facebook-síðu fyrirtækisins í morgun., en ekki kemur fram nákvæmlega hver ástæða þess sé.
Daníel segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið og bendir á að Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, mun ræða við fjölmiðla á morgun þegar gengið hafi verið frá „ákveðnum þáttum.“
Starfsmenn Tölvuteks munu hafa samband við viðskiptavini sem hafa haft búnað í viðgerð hjá fyrirtækinu svo hægt sé að sækja hann, en þeir sem hafa pantað með greiðslukorti og hafa ekki fengið vöru afhenta er ráðlagt að stöðva greiðslurnar.
Fyrirtækið hefur verið með stærstu dreifingar- og söluaðilum á tölvum og tölvubúnaði til einstaklinga.