Skýrslan varpi ljósi á samskiptavanda

Rekstur Íslandspósts hefur verið erfiður undanfarin ár og fyrirtækið tapaði …
Rekstur Íslandspósts hefur verið erfiður undanfarin ár og fyrirtækið tapaði 293 milljónum á síðasta ári. Ljósmynd/Aðsend

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var til umræðu á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun, en óskað var eftir skýrslunni í vetur í kjölfar þess að fyrirtækið óskaði eftir og fékk 1,5 milljarða króna úr ríkissjóði vegna bágrar fjárhagsstöðu.

Skýrslan hefur ekki verið birt opinberlega, en búist er við að hún verði birt núna fljótlega eftir hádegi. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, segir í samtali við mbl.is að honum hafi litist bæði „nokkuð vel og illa“ á það sem fram kemur í skýrslunni og rætt var um á fundinum í morgun.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

„Þetta var mjög góður upplýsingafundur, en það eru mörg atriði sem standa út af og maður er að klóra sér í hausnum yfir hvernig í andskotanum gátu komið upp,“ segir Björn Leví. Hann segir að í skýrslunni sé ljósi varpað á samskiptavanda á milli fyrrverandi stjórnenda Íslandspóst og stjórnar og á milli Íslandspósts og eftirlitsaðila og ráðuneyta, meðal annars varðandi mismunandi skilning á því hvernig ætti að útfæra lög.

Rekstur Íslandspósts hefur verið erfiður undanfarin ár og fyrirtækið tapaði 293 milljónum á síðasta ári. 15. mars síðastliðinn, sama dag og ársreikningur ársins 2018 var kynntur sagði Ingimundur Sigurpálsson, sem gegnt hafði starfi forstjóra í fimmtán ár, starfi sínu lausu.

Við starfi hans tók Birgir Jónsson og í morgun kynnti fyrirtækið að það ætlaði að grípa til frekari hagræðingaraðgerða til þess að bregðast við fjárhagsstöðunni og undirbúa fyrirtækið undir nýja tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK