Spurt um mat stjórnarinnar

Fjármálaeftirlitið óskaði eftir sýn stjórnarinnar á lögmæti aðgerða VR.
Fjármálaeftirlitið óskaði eftir sýn stjórnarinnar á lögmæti aðgerða VR. Ómar Óskarsson

Fyrirspurn sem Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) varðar mat stjórnarinnar sjálfrar á lögmæti þess að fulltrúaráð VR hafi ákveðið að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir. Þetta staðfestir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, í samtali við mbl.is.

Búist er við að svarað verði fyrir hádegi í dag þegar frestur rennur út.

Haft var eftir Ólafi Reimari Gunnarssyni, formanni stjórnar LV, að stjórnin hafi falið lögmanni að skrifa drög að svari. Þá flækir staða samþykkta sjóðsins fyrir þar sem beðið er eftir því að fjármálaráðuneytið staðfesti nýjar samþykktir og er í þeim kveðið á um hvernig tilnefningum skal háttað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK