Hagnaður Bláa Lónsins hf. árið 2018 eftir skatta nam rúmlega 3,7 milljörðum króna og var veltan 17,4 milljarðar króna. Þá var eiginfjárhlutfall félagsins 56% og er greiddur út arður til hluthafa sem nemur 4,2 milljörðum króna, að því er fram kemur í ársskýrslu félagsins.
Hagnaður Bláa Lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 5,6 milljörðum króna.
Fram kemur að skattspor félagsins hafi verið rúmir fimm milljarða króna sem er 56% meira en árið á undan. Eignir Bláa Lónsins eru skráðar rúmar 22 milljarðar króna og var handbært fé frá rekstri 5,2 milljarðar.
Þá segir að í árslok 2018 störfuðu 874 einstaklingar hjá félaginu í 726 stöðugildum.
Fimmtíu hluthafar eru í félaginu og er stærsti hluthafinn Hvatning slhf. með 39,1%. Þá er HS Orka næst stærsti með 30% hlut í félaginu og aðrir með innan við 10%.