Hæstiréttur vísar máli ALC aftur til Landsréttar

Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar sem hafnaði í síðasta mánuði kröfum ALC um að fá af­henta farþegaþotu í eigu fyr­ir­tæk­is­ins sem WOW air hafði haft til umráða. Hefur Hæstiréttur vísað málinu á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar. 

Umrædd þota hefur staðið á Kefla­vík­ur­flug­velli og hef­ur verið þar allt frá falli flug­fé­lags­ins í lok mars.

Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að í hinum kærða úrskurði hafi í verulegum atriðum verið vikið frá réttri meðferð málsins. „Er því óhjákvæmilegt án kröfu að ómerkja úrskurðinn og vísa málinu á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar. Verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðila málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir,“ segir í dómnum, en upphæðin nemur einni milljón kr. 

Málið snýst um það hvort Isa­via hafi verið heim­ilt að taka veð í farþegaþot­unni vegna van­gold­inna gjalda WOW air upp á um 2 millj­arða króna eða hvort ein­ung­is hafi verið hægt lög­um sam­kvæmt að krefjast þeirra gjalda sem bein­lín­is tengj­ast notk­un þot­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK