Forsendur kjarasamninga breyttar

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair mbl.is/Kristinn Magnússon

Icelandair Group hefur rætt við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) um að gera breytingar á svokölluðum flugaukagreiðslum til flugmanna þar sem forsendur gildandi kjarasamnings eru breyttar, meðal annars vegna innköllun MAX-vélanna. Þetta staðfestir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í samtali við mbl.is.

„Þetta ákvæði snýst um það að í síðustu samningum var samið um hækkun á svokölluðum flugauka sem kom til vegna hagræðingarþátta sem samið var um, sem félagið átti að fá í gegnum hagræðingu útaf breyttum ákvæðum í samningi,“ útskýrir Bogi Nils.

„Útaf aðstæðum í umhverfi okkar – MAX-áhrifin og þess háttar – þá erum við ekki að ná að nýta þessum ákvæðum svo þau skili sér til félagsins. Við höfum rætt það við forsvarsmenn flugmanna að þetta verði gefið eftir í haust. Þetta snýst um það,“ segir hann.

Góðu samtali við stéttarfélögin

Fram kom á Turisti.is í dag að Örnólfur Jónsson, formaður FÍA, hafi sent félagsmönnum bréf þar sem sagt var frá ósk Icelandair, en kjarasamningur flugmanna gerir ráð fyrir að flugaukagreiðslurnar hækki 1. október.

„Við höfum átt í góðu samtali við forsvarsmenn flugmannafélagsins í langan tíma og það er algengt í flugrekstri að samningar við flugmenn og áhafnir eru flóknir. Tala nú ekki um félög eins og okkar sem hafa verið með samninga við þessar stéttir mjög lengi og verið að semja reglulega upp nýtt, verið að bæta inn ákvæðum,“ segir Bogi Nils.

Hann segir ekki óalgengt að rætt sé við stéttarfélögin vegna breyttra aðstæðna. „Það er oft verið að breyta ákveðnum hlutum í okkar rekstri fljúga á nýja flugvelli og svona, þá þarf að ræða við flugmenn og flugfreyjur. Fá undanþágur á hinu og þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK