Hætta árlegum uppsögnum

Árstíðarsveiflur valda árlegum uppsögnum flugmanna. Icelandair býður nú 50% starf …
Árstíðarsveiflur valda árlegum uppsögnum flugmanna. Icelandair býður nú 50% starf yfir vetrartímann. mbl.is/​Hari

Hefðbundið hefur verið hjá Icelandair að segja upp flugmönnum vegna árstíðasveiflna í rekstrinum en nú hyggst félagið bjóða flugmönnum 50% starf yfir vetrartímann. Þetta staðfestir Bogi Nils Bogason í samtali við mbl.is. Hann segir í fyrra hafi verið undantekning þegar ekki kom til uppsagna.

„Samningarnir eru þannig að við getum ekki ráðið þá (flugmenn) bara yfir sumartímann eins og marga aðra starfsmenn í flugi og ferðaþjónustu,“ útskýrir Bogi og vísar til þess að ýmsar stéttir hafa sérstakar vertíðarráðningar.

Hann segir slíkt fyrirkomulag ekki í boði hvað flugmenn varðar. „Þannig að við höfum ráðið þá yfir sumarið og sagt þeim upp yfir vetrartímann. Núna erum við að bjóða þeim 50% starf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK