Mikilvægt að ríkið selji bankana

Íslenska ríkið á nú tvo af þremur stærstu bönkum landsins, …
Íslenska ríkið á nú tvo af þremur stærstu bönkum landsins, Íslandsbanka og Landsbanka.

„Það er mikilvægt að ríkið losi sig við bankana sem allra fyrst,“ segir Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans, um rekstur íslenska ríkisins á Íslandsbanka og Landsbanka. Nefnir hann hraða þróun fjártækni síðustu ára máli sínu til stuðnings.

Líkt og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins á dögunum er hreyfing loks að komast á innleiðingu PSD2, nýja tilskipun ESB um greiðsluþjónustu, hér á landi. Markmið tilskipunarinnar er að marka betur reglur sem gilda um fjártæknifyrirtæki og greiðslumiðlun. Með því munu fleiri fyrirtæki, þar á meðal fjártæknifyrirtæki, geta veitt upplýsingar sem bankar bjuggu einir að áður.

Gunnlaugur segir mikilvægt fyrir íslenska banka að bregðast hratt við stöðunni. Að öðrum kosti eigi þeir á hættu að dragast aftur úr og lækka þannig í verðmæti. „Sá möguleiki er til staðar að verðmæti banka lækki. Það er alltaf hætta á slíku og af þeim sökum verða menn að bregðast við núna áður en þetta verður mikið vandamál. Þeir sem fylgjast vel með og stilla sér upp með öflugum fjártæknifyrirtækjum eru líklegir til að ná árangri. Það er hins vegar mikilvægt að ríkið sé ekki að standa í slíkum áhætturekstri,“ segir Gunnlaugur.

Lesa má fréttina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag en þar er m.a. rætt við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK