Þrjátíu prósent sjá fram á fækkun starfsfólks

30% stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum telja að starfsfólki …
30% stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum telja að starfsfólki á þeirra vinnustað muni fækka á næstu 12 mánuðum. mbl.is/Hari

Stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum eru fremur svartsýnir á horfur í efnahagskerfinu á næstu 12 mánuðum. 30% telja að starfsmönnum á þeirra vinnustað muni fækka á tímabilinu og 42% segjast búast við því að arðsemi fyrirtækja þeirra muni minnka.

Þetta kemur fram í nýrri stjórnendakönnun MMR, sem byggir á svörum 908 stjórnenda hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.

Rúmur meirihluti stjórnenda, eða 63%, telja að samdráttur verði í efnahagskerfinu á næstu 12 mánuðum, en einungis 12% sjá fram á vöxt í hagkerfinu.

Mynd/MMR

Einungis 17% stjórnenda telja að starfsmönnum í þeirra fyrirtæki eða stofnun muni fjölga á næstu 12 mánuðum og hefur þetta hlutfall ekki verið lægra frá því MMR hóf að vinna þessar reglubundnu stjórnendakannanir árið 2011. 53% telja að starfsmannafjöldinn verði óbreyttur.

Hið sama á við um arðsemina. Einungis 26% stjórnenda sögðust búast við því að arðsemi fyrirtækja þeirra ykist á næstu 12 mánuðum, en síðast þegar könnun sem þessi var framkvæmd í febrúar 2017 töldu 50% stjórnenda að arðsemi fyrirtækja þeirra ykist á næstu 12 mánuðum.

Mynd/MMR

Könnun MMR er netkönnun, sem framkvæmd var 29. maí til 6. júní sl. og tók til forstjóra, framkvæmdastjóra, fjármálastjóra og markaðsstjóra í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Alls svöruðu 908 stjórnendur könnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK