Verðmæti ríkisbanka gæti rýrnað

Svo virðist sem nær enginn áhugi sé á íslensku ríkisbönkunum.
Svo virðist sem nær enginn áhugi sé á íslensku ríkisbönkunum. Samsett mynd mbl.is

Svo virðist sem enginn áhugi sé á íslensku ríkisbönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Til hefur staðið að selja bankana í nokkur ár, en lítil hreyfing hefur verið á málinu undanfarin misseri. Að sögn Bjarna er þess beðið að tillaga um sölu bankanna berist frá Bankasýslu ríkisins. Enn bólar ekkert á slíkri tillögu, en stofnunin var upphaflega sett á laggirnar til fimm ára fyrir um tíu árum.

„Við bíðum þess að það komi tillaga frá Bankasýslu ríkisins um að hefja söluferli bankanna, en slík tillaga hefur enn ekki borist. Ferlið fer ekki af stað fyrr en tillagan hefur verið lögð fram. Það er erfitt að segja til um hvenær það verður,“ segir Bjarni.

Spurður í Morgunblaðinu í dag hvort hann telji að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum, sé litið til þróunar fjártækni, segir Bjarni að ekki sé hægt að útiloka það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka