6.200 laus störf á vinnumarkaði

Nóg er af lausum störfum samkvæmt Hagstofunni.
Nóg er af lausum störfum samkvæmt Hagstofunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Niður­stöður starfa­skrán­ing­ar Hag­stof­unn­ar benda til þess að um 6.200 störf hafi verið laus á íslenskum vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2019 en á sama tíma hafi um 226.200 störf verið mönnuð. Hlutfall lausra starfa var því rétt um 2,7%.

Um er að ræða aukningu frá fyrsta ársfjórðungi þegar fjöldi lausra starfa var 3.500 og hlutfall lausra starfa var um 1,5%, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Þar segir að í ljósi þess að árstíðabundnar sveiflur séu á íslenskum vinnumarkaði megi leiða að því líkum að aukningin skýrist að hluta af sumarstörfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK