Risi með augastað á Íslandi

Airbus A380 þota. Í flota Emirates eru 111 risabreiðþotur úr …
Airbus A380 þota. Í flota Emirates eru 111 risabreiðþotur úr verksmiðjum Airbus.

Risaflugfélagið Emirates, sem á heimahöfn í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur sent fulltrúa sína hingað til lands til að kanna innviði á sviði flugrekstrar.

Fyrirtækið hefur um langt árabil haldið úti daglegu flugi milli Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn og Dúbaí og þá flýgur félagið einnig á Gardermoen-flugvöll í Osló og Arlanda-flugvöll í Stokkhólmi.

Floti Emirates samanstendur af breiðþotum sem hafa mikla flugdrægni. Ekkert flugfélag í heiminum heldur úti jafn mörgum A380- risabreiðþotum og Emirates en í flota þess eru yfir 100 slíkar vélar. Þá er fyrirtækið með í pöntun A330-900neo vélar, sömu tegundar og vélarnar fjórar sem WOW air hugðist taka í notkun á árinu 2018. Heimavöllur Emirates er alþjóðaflugvöllurinn í Dúbaí en um hann fara u.þ.b. 90 milljónir farþega á ári hverju. Flugtíminn milli Danmerkur og Dúbaí er um sex og hálf klukkustund og þaðan liggja gríðarlega mikilvægar tengingar inn á Asíumarkað, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK