Áform ekki kynnt Isavia eða stjórnvöldum

mbl.is/Eggert

Hingað til hafa möguleg áform kaupanda eigna úr þrotabúi WOW air um að hefja flugrekstur ekki verið kynnt stjórnvöldum, eftir því sem mbl.is kemst næst.

Enginn aðili á vegum bandaríska fjárfestisins, sem keypti eignir úr þrotabúi WOW air, hefur haft samband við Isavia vegna mögulegs flugreksturs og hafa engir fundir verið haldnir. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is.

Hann segir jafnframt að enginn á vegum WBA, sem fjárfestar í samvinnu við tvo fyrrverandi starfsmenn WOW air standa að, hafi haft samband við Isavia og ekki heldur á vegum Emirates. „En allir aðilar sem hafa áhuga á flugrekstri eru að sjálfsögðu velkomnir,“ bætir Guðjón við.

Engin ný áform fjárfesta um að hefja flugrekstur hafa heldur verið kynnt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Þetta kemur fram í svari Þórmundar Jónatanssonar, starfandi upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, við fyrirspurn mbl.is.

Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir í samtali við mbl.is að stofnunin geti hvorki staðfest að henni hafi verið kynnt áform fjárfestisins eða að slík kynning hafi ekki átt sér stað.

Fram hefur komið að lögmaður fjárfestisins hafi haft milligöngu í samskiptum við íslensk stjórnvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK