Upplýsir ekki um fjárfestinn

mbl.is/Eggert

Ekki fæst uppgefið hver bandaríski fjárfestirinn er sem hefur keypt eignir úr búi WOW air. Lögmaðurinn Páll Ágúst Ólafsson segist, í samtali við mbl.is, aðeins geta upplýst að skjólstæðingur hans sé „bandarískur fjárfestir sem hefur áratuga reynslu af fjölþættum flugrekstri“.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að banda­rísk­ir flugrek­end­ur hafi keypt all­ar eign­ir úr þrota­búi WOW air sem tengj­ast flugrekstri og greitt með ein­greiðslu. Er mark­miðið sagt vera að end­ur­vekja lággjalda-flugrekst­ur á grunni WOW air.

Páll Ágúst segir áform fjárfestisins hafa verið í kynningu hjá íslenskum stjórnvöldum sem tengd eru flugrekstri, en ekki sé vitað hvenær íslensk stjórnvöld ljúki við að afgreiða erindið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK