Verslun Tölvuteks opnuð á nýjum stað

Verslun Tölvuteks í Reykjavík mun ekki verða áfram í Hallarmúla.
Verslun Tölvuteks í Reykjavík mun ekki verða áfram í Hallarmúla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ráðning­ar­ferli vegna fyr­ir­hugaðrar nýrr­ar opn­un­ar versl­un­ar Tölvu­teks í Reykja­vík stend­ur nú yfir. Gert er ráð fyr­ir því að þar muni starfa milli 15 og 17 manns. Versl­un­in mun ekki opna  í Hall­ar­múla held­ur í Mörk­inni. Þetta seg­ir Emil G. Ein­ars­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Not­enda­lausna hjá Origo, í sam­tali við mbl.is

Til­kynnt var í gær að Tölvu­tek myndi opna versl­an­ir sín­ar á nýj­an leik bæði í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri eft­ir að fyr­ir­tækið varð að dótt­ur­fé­lagi Origo. Stefnt er á að opna inn­an fárra vikna.

Eig­end­ur Tölvu­teks óskuðu eft­ir því að fyr­ir­tækið yrði tekið til gjaldþrota­skipta í júní á þessu ári. Þá störfuðu um fjör­tíu starfs­menn hjá fyr­ir­tæk­inu. Ljóst er að þeir munu ekki all­ir fá störf­in sín aft­ur.

Tölvu­tek laust við drag­bít­inn

Í til­kynn­ingu sem gef­in var út þegar óskað var eft­ir gjaldþrota­skipt­um kom fram að flutn­ing­ar og breyt­ing­ar í rekstri hafi reynst tölu­vert dýr­ari en áætlað hafði verið og nýja hús­næði Tölvu­teks í Hall­ar­múla hefði verið drag­bít­ur á rekstr­in­um.

Nú er ljóst að framtíð versl­un­ar Tölvu­teks í Reykja­vík ligg­ur ekki í Hall­ar­múla held­ur er verið að ganga frá leigu­samn­ingi um hús­næði í Mörk­inni 3. Versl­un­in á Ak­ur­eyri verður áfram á sama stað í Und­ir­hlíð.

Horfa til ein­stak­linga

„Okk­ur vantaði sölu­leið fyr­ir neyt­enda­vöru. Við erum meira að fókusa á fyr­ir­tækja­markaðinn, seg­ir Emil og bæt­ir við:

„Við höf­um verið og erum með tölv­ur fyr­ir ein­stak­lings­markaðinn og þarna er kom­in sölu­leið fyr­ir þann búnað til ein­stak­linga. Tölvu­tek hef­ur staðið sig mjög vel í því og það er þeirra kjarn­a­starf­semi. Við erum með góð umboð sem er þá hægt að láta fara þarna í gegn.“

Versl­un Origo tek­ur breyt­ing­um

Sam­hliða nýrri opn­un Tölvu­teks á nýj­um stað mun versl­un Origo taka breyt­ing­um.

„Hún breyt­ist meira í þá átt að sýna upp­lif­un viðskipta­vina í þeim lausn­um sem við selj­um og þá aðallega í hljóð- og mynd­lausn­um. Við erum með umboð fyr­ir Sony, Bose og fyr­ir­tækja­tölv­ur og ein­beit­ing­in verður meira á þeim,“ bæt­ir Emil við.

Emil G. Einarsson, framkvæmdarstjóri Notendalausna hjá Origo.
Emil G. Ein­ars­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Not­enda­lausna hjá Origo. Ljós­mynd/​Origo
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK