Nýir WOW-búningar fóru beint í þrotabúið

Mynd frá 2014, þegar Dorrit Moussaieff, þáverandi forsetafrú, brá sér …
Mynd frá 2014, þegar Dorrit Moussaieff, þáverandi forsetafrú, brá sér í flugfreyjubúning undir merkjum WOW air. Hundruðir nýrra ónotaðra búninga liggja í þrotabúinu, ef þeir hafa ekki verið keyptir.

Hundruð búninga fyrir flugmenn og flugfreyjur WOW air héngu tilbúnir til notkunar á saumastofunni þegar félagið fór í þrot í lok marsmánaðar á þessu ári. Saumastofan sem sá um gerð þeirra og geymdi þá á lager á kröfu í búið.

Búningarnir fyrir sumarið 2019 voru tilbúnir, rétt eins og gengið hafði verið frá ráðningum fyrir sumarið og þjálfunin var í þann mund að fara af stað. Búningar starfsmanna fyrirtækisins voru í gegnum tíðina í eigu þess en þegar það féll voru starfsmenn ekki beðnir um að skila inn búningunum.

Þegar fréttir bárust af falli falli félagsins voru búningarnir á saumastofunni teknir saman og þeim skilað niður í Höfðatorg í þrotabúið. Búningarnir sem þegar voru í umferð á meðal starfsmanna munu hafa verið um 700, fyrir um 200 flugmenn og 500 flugfreyjur. Þeim hefur ekki verið skilað í þrotabúið svo vitað sé.

Í þrotabúinu eru þó hundruð búninga. Í það minnsta var þeim skilað þangað í apríl. Samkvæmt upplýsingum frá saumastofunni sem sá um að máta og sauma búningana á starfsfólkið var um að ræða „ofboðslegt magn af fötum.“

Í nýlegum fréttum af kaupum erlends félags á eignum WOW air úr þrotabúi þess kemur ekki fram hvort umræddir hundruð búninga hafi verið hluti af kaupunum. Enn síður kemur fram hvort leitast verði við að endurheimta búninga frá fyrrverandi starfsfólki félagsins, en þeir búningar, rétt eins og hinir nýju og ónotuðu, eru merktir WOW air í bak og fyrir, eins og vænta má.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK