Með lúxushótel á teikniborðinu

Vincent Tan er eigandi knattspyrnuliðsins Cardiff City. Hann skoðar nú …
Vincent Tan er eigandi knattspyrnuliðsins Cardiff City. Hann skoðar nú byggingu lúxushótels hér á landi. AFP

Vincent Tan, nýr eigandi Icelandair Hotels, sér mikil tækifæri á íslenskum hótelmarkaði og kannar nú möguleika á því að reisa nýtt hágæðalúxushótel sem bætast myndi í eignasafn fyrirtækisins.

„Ég tel að það sé pláss á markaðnum fyrir alvöru lúxushótel og við erum að kanna möguleika á að bæta slíkri einingu inn í eignasafnið hjá Icelandair Hotels.“

Spurður út í hvort eign félagsins á Geirsgötu 11, þar sem nú stendur óhrjálegt fiskvinnsluhús í hjarta borgarinnar, komi til greina sem framtíðarstaðsetning fyrir hótel af því tagi, segir Tan að það muni tíminn leiða í ljós.

Fyrirtæki hans gekk fyrr á þessu ári frá kaupum á fyrrnefndri húseign af félögunum Fiskitanga og Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Þar höfðu fyrri eigendur lýst áhuga á ýmiss konar uppbyggingu sem ekki tengdist sjávarútvegi en skipulagsyfirvöld og Faxaflóahafnir hafa ekki tekið vel í slíkar fyrirætlanir.

Lesa má ítarlegt viðtal við Vincent Tan í ViðskiptaMogga dagsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK