Skorað er á Magnús Ólaf Garðarsson, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United silicon, í Lögbirtingablaðinu að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í september vegna kröfumáls í tengslum við gjaldþrotaskipti Sameinaðs sílikons hf., sem rak kísilverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík.
Þrotabúið telur sig eiga kröfu á Kísil Íslands, en það var móðurfélag Sameinaðs sílikons með tæplega 80% eignarhlut, bæði beint og í gegnum önnur félög. Magnús er skráður forsvarsmaður Kísils Íslands, en skráður eigandi Kísils Íslands er hollenska félagið United Silicon Holding BV.
Fram kemur í auglýsingunni í Lögbirtingablaðinu að Magnús sé með skráð lögheimili í Danmörku en óþekktan dvalarstað á Spáni. Er skorað á hann að mæta „fyrir dóm og halda uppi vörnum ef einhverjar eru en ella má búast við að krafan verði tekin til greina með úrskurði um gjaldþrotaskipti“.