Skora á Magnús að mæta fyrir dóm

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon.
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon.

Skorað er á Magnús Ólaf Garðarsson, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United silicon, í Lögbirtingablaðinu að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í september vegna kröfumáls í tengslum við gjaldþrotaskipti Sameinaðs sílikons hf., sem rak kísilverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík.

Þrotabúið telur sig eiga kröfu á Kísil Íslands, en það var móðurfélag Sameinaðs sílikons með tæplega 80% eignarhlut, bæði beint og í gegnum önnur félög. Magnús er skráður forsvarsmaður Kísils Íslands, en skráður eigandi Kísils Íslands er hollenska félagið United Silicon Holding BV.

Fram kemur í auglýsingunni í Lögbirtingablaðinu að Magnús sé með skráð lögheimili í Danmörku en óþekktan dvalarstað á Spáni. Er skorað á hann að mæta „fyrir dóm og halda uppi vörnum ef einhverjar eru en ella má búast við að krafan verði tekin til greina með úrskurði um gjaldþrotaskipti“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka