Ingvar Freyr Ingvarsson hefur verið ráðinn í starf hagfræðings hjá Samorku. Hann hefur undanfarin ár unnið sem hagfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu, en hann mun hefja störf hjá Samorku í september.
Ingvar lauk M.Sc. gráðu í hagfræði með áherslu á orku- og loftslagshagfræði frá norska umhverfis – og lífvísindaháskólanum (Norges miljø- og biovitenskapelige unversitet (NMBU)) í september 2016, kennsluréttindum frá HÍ árið 2012 og B.S. gráðu í hagfræði frá sama skóla árið 2011.
Fram kemur í tilkynningu að samhliða námi hafi hann starfað sem sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans og við tölfræðilega greiningu hjá Seðlabanka Íslands. Þá hefur hann kennt hagfræði og skyldar greinar, bæði í menntaskóla og við Opna háskólann í Reykjavík, sem kennari í HÍ og við NMBU. Ingvar hefur verið hagfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu frá árinu 2016.