Uppgjör hjá Boeing í fyrramálið

Boeing birtir uppgjör í fyrramálið.
Boeing birtir uppgjör í fyrramálið. AFP

Uppgjör flugvélaframleiðandans Boeing fyrir annan ársfjórðung er væntanlegt áður en markaðir opna vestanhafs í fyrramálið. Ólíklegt þykir að verð hlutabréfa fyrirtækisins hreyfist mikið við tilkynninguna, en Boeing hefur nú þegar gefið út að kostnaður sökum vandræðanna langdregnu með 737 MAX-þotur fyrirtækisins nemi um 830 milljörðum íslenskra króna.

Þá þykir ólíklegt að birt verði ný áætlun þar sem fram kemur hvenær ráðgera má að framangreindar vélar verði komnar í loftið að nýju. Sem stendur má búast við að vélarnar verði komnar í notkun á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Það er getur þó vel breyst.

Þrátt fyrir mikil vandræði Boeing það sem af er ári hefur gengi hlutabréfa fyrirtækisins hækkað um tæp 16%, sem svipar mjög til hækkunar Dow Jones-vísitölunnar yfir sama tímabil eða 18,6%. Sé hins vegar horft til annarra framleiðenda á flugmarkaðnum nemur meðalhækkun hlutbréfa á þeim markaði um 38% það sem af er ári.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK