Kaupin enn ófrágengin

Það var á síðasta ári sem Michele Ballarin fékk augastað …
Það var á síðasta ári sem Michele Ballarin fékk augastað á WOW air. Hún átti pantað flug með vél félagsins sem kyrrsett var í Baltimore 27. mars. Hún hefur átt samtöl og fundi með fjölda fólks hér á landi sem tengist með einu eða öðru móti flugrekstri og flugtengdri starfsemi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn hefur greiðsla fyrir flugrekstrareignir úr þrotabúi WOW air ekki borist. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Hinn 12. júlí síðastliðinn var greint frá því á forsíðu Fréttablaðsins að viðskiptin væru frágengin en enn á eftir að hnýta lausa enda.

Mikla athygli vakti þegar upplýst var að þrotabúið hefði náð skuldbindandi samkomulagi við bandarísku athafnakonuna Michele Ballarin um kaupin á eignunum og að hún hygðist endurreisa WOW air sem varð gjaldþrota 28. mars síðastliðinn. Í ítarlegu einkaviðtali í ViðskiptaMogganum í dag ræðir hún um fyrirætlanir sínar um endurreisn félagsins og segir að ásamt fjárfestum sé hún búin að tryggja allt að 100 milljónir dollara til rekstursins.

„Fyrstu sex mánuðina gerum við ráð fyrir 25 milljóna dala framlagi til félagsins, eða rúmum þremur milljörðum króna. Það er bara eitt sem við viljum tryggja: að það skorti ekki fé.“

Þrátt fyrir talsverð umsvif í bandarísku athafnalífi og ótrúleg tengsl inn í stjórnmálalíf í Sómalíu hefur Ballarin afar sjaldan veitt viðtöl af þessu tagi. En að þessu sinni ræðir hún þau tækifæri sem hún sér í íslenskri ferðaþjónustu og hvernig endurreist flugfélag geti styrkt íslenskt samfélag til frambúðar. Á síðustu mánuðum hefur hún átt samtöl við áhrifafólk í íslensku samfélagi og sest niður með lykilfólki sem kom að rekstri WOW air. Meðal annars hefur hún átt samtöl við Skúla Mogensen, stofnanda og forstjóra hins fallna félags. Spurð út í þær skorður sem settar eru við eignarhaldi fjárfesta utan Evrópska efnahagssvæðisins á flugfélögum segir hún að félagið utan um „WOW 2“ verði að meirihluta í eigu íslensks fyrirtækis en 49% hlutur í bandarískri eigu.

„Við munum uppfylla öll skilyrði þannig að WOW verði að meirihluta í íslenskri eigu,“ segir Ballarin í samtalinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK