Kaupin enn ófrágengin

Það var á síðasta ári sem Michele Ballarin fékk augastað …
Það var á síðasta ári sem Michele Ballarin fékk augastað á WOW air. Hún átti pantað flug með vél félagsins sem kyrrsett var í Baltimore 27. mars. Hún hefur átt samtöl og fundi með fjölda fólks hér á landi sem tengist með einu eða öðru móti flugrekstri og flugtengdri starfsemi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn hef­ur greiðsla fyr­ir flugrekstr­ar­eign­ir úr þrota­búi WOW air ekki borist. Þetta herma heim­ild­ir ViðskiptaMogg­ans. Hinn 12. júlí síðastliðinn var greint frá því á forsíðu Frétta­blaðsins að viðskipt­in væru frá­geng­in en enn á eft­ir að hnýta lausa enda.

Mikla at­hygli vakti þegar upp­lýst var að þrota­búið hefði náð skuld­bind­andi sam­komu­lagi við banda­rísku at­hafna­kon­una Michele Ball­ar­in um kaup­in á eign­un­um og að hún hygðist end­ur­reisa WOW air sem varð gjaldþrota 28. mars síðastliðinn. Í ít­ar­legu einkaviðtali í ViðskiptaMogg­an­um í dag ræðir hún um fyr­ir­ætlan­ir sín­ar um end­ur­reisn fé­lags­ins og seg­ir að ásamt fjár­fest­um sé hún búin að tryggja allt að 100 millj­ón­ir doll­ara til rekst­urs­ins.

„Fyrstu sex mánuðina ger­um við ráð fyr­ir 25 millj­óna dala fram­lagi til fé­lags­ins, eða rúm­um þrem­ur millj­örðum króna. Það er bara eitt sem við vilj­um tryggja: að það skorti ekki fé.“

Þrátt fyr­ir tals­verð um­svif í banda­rísku at­hafna­lífi og ótrú­leg tengsl inn í stjórn­mála­líf í Sómal­íu hef­ur Ball­ar­in afar sjald­an veitt viðtöl af þessu tagi. En að þessu sinni ræðir hún þau tæki­færi sem hún sér í ís­lenskri ferðaþjón­ustu og hvernig end­ur­reist flug­fé­lag geti styrkt ís­lenskt sam­fé­lag til fram­búðar. Á síðustu mánuðum hef­ur hún átt sam­töl við áhrifa­fólk í ís­lensku sam­fé­lagi og sest niður með lyk­ilfólki sem kom að rekstri WOW air. Meðal ann­ars hef­ur hún átt sam­töl við Skúla Mo­gensen, stofn­anda og for­stjóra hins fallna fé­lags. Spurð út í þær skorður sem sett­ar eru við eign­ar­haldi fjár­festa utan Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins á flug­fé­lög­um seg­ir hún að fé­lagið utan um „WOW 2“ verði að meiri­hluta í eigu ís­lensks fyr­ir­tæk­is en 49% hlut­ur í banda­rískri eigu.

„Við mun­um upp­fylla öll skil­yrði þannig að WOW verði að meiri­hluta í ís­lenskri eigu,“ seg­ir Ball­ar­in í sam­tal­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK