Notar eigið fé við uppbyggingu WOW

Michele Ballarin hyggst endurreisa WOW air.
Michele Ballarin hyggst endurreisa WOW air. Kristinn Magnússon

Nafn at­hafna­kon­unn­ar Michele Ball­ar­in var fáum kunn­ugt hér á landi þegar það birt­ist skyndi­lega í fjöl­miðlum í síðustu viku í tengsl­um við kaup sterk­efnaðra banda­rískra aðila á öll­um eign­um WOW air úr þrota­búi fé­lags­ins. Nú er það á allra vör­um. Í einkaviðtali við ViðskiptaMogg­ann grein­ir Ball­ar­in frá fyr­ir­ætl­un­um sín­um varðandi end­ur­reisn flug­fé­lags­ins og hug­mynd­um fyr­ir framþróun ís­lensks sam­fé­lags og viðskipta­lífs gangi kaup­in end­an­lega eft­ir.

Fáir hefðu lík­lega getað gert sér í hug­ar­lund að farþegi í hópi strandaglópa á flug­vell­in­um í Baltimore í Banda­ríkj­un­um þegar flug­fé­lagið WOW air hætti starf­semi 28. mars síðastliðinn ætti eft­ir birt­ast öll­um að óvör­um í ís­lensk­um fjöl­miðlum tæp­um fjór­um mánuðum síðar sem vænt­an­leg­ur nýr eig­andi fé­lags­ins. At­hafna­kon­an og er­ind­rek­inn Michele Ball­ar­in og fé­lag henn­ar, USA­erospace Associa­tes, hef­ur und­ir­ritað samn­ing um kaup á öll­um eign­um WOW air úr þrota­búi hins fallna fé­lags. Hyggst Ball­ar­in end­ur­reisa fé­lagið eins fljótt og auðið er.

Hinn 29. mars, eða dag­inn eft­ir fall flug­fé­lags­ins, var Ball­ar­in kom­in til Íslands til að hefjast handa við ætl­un­ar­verk sitt og fyr­ir síðustu helgi átti hún fund með Isa­via og Sam­göngu­stofu til að kynna fyr­ir þeim hug­mynd­ir sín­ar. Mun ekki sækj­ast eft­ir láns­fé.

Mun ekki leit­ast eft­ir láns­fé

Á dög­un­um var greint frá því að fyrr­ver­andi stjórn­end­ur WOW air hafi sótt um flugrekstr­ar­leyfi fyr­ir nýtt flug­fé­lag sem þeir kalla WAB (We Are Back). Þá er Icelanda­ir um­svifa­mikið á markaðnum. Hræðist hún sam­keppn­ina? „Nei, sam­keppni er af hinu góða. Ég kem úr frjálsu hag­kerfi þar sem rík­ir mik­il sam­keppni. Þjóðríki á ekki að vera háð einu flug­fé­lagi. Þá ertu að borga of há far­gjöld. Sam­keppni hræðir mig ekki. Ef rekstr­armód­elið okk­ar er gott þá er ekk­ert að ótt­ast. Íslend­ing­ar og ís­lensk stjórn­völd þurfa val­kost í flugi. Og ef við erum góð í því sem við ger­um mun fólk velja okk­ur.“

Spurð hvort hún hygg­ist leita eft­ir láns­fjár­magni við upp­bygg­ingu WOW air 2 kveður Michele nei við. „Við erum skuld­laus. Við vinn­um með eigið fé, ekki láns­fé.“

Auk upp­bygg­ingu flug­fé­lags kveðst Michele sjá fyr­ir sér að byggja upp svo­kallaða WOW-setu­stofu (e. lounge), ein­falda greiðslu- og bók­un­ar­ferli WOW air auk fjölda annarra spenn­andi verk­efna.

Ítar­legt viðtal við Michele Ball­ar­in má finna í ViðskiptaMogga dags­ins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK