Laun hafa hækkað um 4,3%

mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Launa­vísi­tala hækkaði um 0,1% á milli maí og júní en síðastliðna tólf mánuði hef­ur launa­vísi­tal­an hækkað um 4,3%. Það er minnsta ársbreytingin frá því í febrúar 2011.

Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. 

Kaupmáttur í júní var 0,8% minni en var í júní 2018. Frá áramótum 2014/2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um rúm 25%, eða u.þ.b. 6% á ári.

Launa­vísi­tala er verðvísi­tala sem bygg­ist á gögn­um úr laun­a­r­ann­sókn Hag­stofu Íslands og sýn­ir breyt­ing­ar á verði vinnu­stund­ar fyr­ir fasta sam­setn­ingu vinnu­tíma. Vísi­tala kaup­mátt­ar launa bygg­ir á launa­vísi­tölu og vísi­tölu neyslu­verðs. Al­mennt eykst kaup­mátt­ur launa þegar laun hækka um­fram verðlag en minnk­ar þegar verðbólga er meiri en launa­hækk­an­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK