Útlit fyrir 300 þúsund færri ferðamenn í ár

Dregið hefur úr umferð um Keflavíkurflugvöll á fyrri hluta ársins.
Dregið hefur úr umferð um Keflavíkurflugvöll á fyrri hluta ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir um 300 þúsund færri brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í ár en í fyrra. Þá miðað við að sami samdráttur verði á síðari hluta ársins og þeim fyrri. Brottfarirnar hafa verið notaðar sem mælikvarði á fjölda erlendra ferðamanna.

Eru þá undanskildir erlendir ferðamenn sem lenda í Keflavík en koma ekki inn í landið.

Samkvæmt tölum Isavia fóru 3,47 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll á fyrri hluta ársins, borið saman við 4,36 milljónir í fyrra. Það er fækkun um 887 þúsund farþega milli ára – 20,3% fækkun – sem samsvarar tæplega fimm þúsund á dag.

Fall WOW meginskýringin

Það mildar höggið á ferðaþjónustuna að flestir þeirra eru tengifarþegar sem koma ekki inn í landið. Fækkun farþega skýrist fyrst og fremst af gjaldþroti flugfélagsins WOW air 28. mars sl. Hafði flugfélagið þá fækkað vélum og sagt upp hundruðum starfsmanna í hagræðingarskyni í desember.

Isavia gerði farþegaspá í nóvember 2017. Samkvæmt henni færu 10,38 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll árið 2018. Spáin var endurskoðuð í maí 2018 og þá gert ráð fyrir 10,07 milljónum farþega. Raunin er hins vegar að 9,8 milljónir farþega fóru um flugvöllinn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK