Enn stefnt að kaupum úr búi WOW

Lögmaður Michele Ballarin segir kaup erlends aðila úr íslensku þrotabúi …
Lögmaður Michele Ballarin segir kaup erlends aðila úr íslensku þrotabúi flókin og enn sé stefnt að því að ganga frá kaupunum. mbl.is/Hari

„Minn umbjóðandi er vongóður um að það verði gengið endanlega frá þessum kaupum á allra næstu dögum,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michele Ballarin sem hyggst festa kaup á eignum úr þrotabúi WOW, í samtali við mbl.is.

Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að kaupum Ballarin og félags hennar, Oasis Aviation Group, á flugrekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur verið rift. Herma heimildarmenn blaðsins að dregist hafi að innt sé af hendi greiðsla samkvæmt samningi.

Páll Ágúst segist ekki geta tjáð sig um einstök efnisatriði viðskiptanna. „Hins vegar hefur réttilega verið skýrt frá því undanfarna daga að það eru ýmis atriði sem hafa gert það að verkum að það hefur tekið lengri tíma en áætlað var að ganga frá þessum kaupum.“

Hann segir viðskipti erlends aðila við íslenskt þrotabú flækja málið. „Staðan er flókin og viðkvæm. Af okkar hálfu er einlægur vilji til þess að ganga frá þessu eins hratt og örugglega og hægt er, en þó þannig að vandað sé til verka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK