Aldrei fleiri flug skráð

Gríðarlegur fjöldi flugferða hafa verið skráðar síðustu tvo daga.
Gríðarlegur fjöldi flugferða hafa verið skráðar síðustu tvo daga. Skjáskot

Það er óhætt að segja að vöxtur flugumferðar hafi verið mikill undanfarin misseri, en tvö met í fjölda flugferða var slegið tvo daga í röð og mældist fjöldi flugferða yfir 230 þúsund í gær.

Alþjóðlega flugyfirlitssíðan Flightradar tilkynnti í gær að nýtt met hefði verið sett og að fjöldi fluga á einum sólarhring hefði í fyrsta sinn farið yfir 225 þúsund á föstudag. Í dag var síðan tilkynnt að það met hafi fallið í gær þegar yfir 230 þúsund flugferðir voru skráðar.

Talið er að hið nýja met gæti fallið í dag vegna gríðarlegs fjölda flugferða það sem af er degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK