Fyrsta vaxtalækkun vestanhafs í áratug

Jay Powell seðlabankastjóri kynnti vaxtalækkunina á fundi í Washington í …
Jay Powell seðlabankastjóri kynnti vaxtalækkunina á fundi í Washington í dag. AFP

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í dag stýrivexti í landinu í fyrsta sinn frá árinu 2008. Lækkunin nemur 0,25 prósentustigum og eru vextir nú á bilinu 2-2,25% eftir flokkum. Til samanburðar eru stýrivextir á Íslandi 4%, en við núllið á evrusvæðinu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur löngum kallað eftir því að seðlabankinn lækki vexti til að styrkja bandarískt efnahagslíf og auka hagvöxt. Í Bandaríkjunum sé „engin verðbólga“ sem þurfi að hafa áhyggjur af, en hún mælist um 1,6%.

Sömuleiðis hefur atvinnuleysi mælst lágt í Bandaríkjunum, 3,7%, en  hagkerfið vaxið minna það sem af er ári, en vonir stóðu til. Mælir þetta allt með vaxtalækkun. Ákvörðun peningastefnunefndar var þó ekki samhljóða, en tveir nefndarmenn af tíu kusu gegn henni.

Í frétt Financial Times segir að lækkunin hafi verið viðbúin, en á fundi nefndarinnar, þar sem lækkunin var tilkynnt, sagði Jay Powell seðlabankastjóri að um væri að ræða aðlögun að peningastefnu bankans, nú í miðri hagsveiflu. Í kjölfarið lækkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 1,4% en greinendur meta ummæli hans svo að frekari lækkana sé ekki endilega að vænta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK