Sigríður fékk undanþágu til þátttöku

Efnt var til gjaldeyrisútboða á vettvangi Seðlabankans í tengslum við …
Efnt var til gjaldeyrisútboða á vettvangi Seðlabankans í tengslum við fjárfestingarleiðina svokölluðu á árunum 2012 til 2015. Með henni var ætlunin að draga úr uppsöfnuðum og yfirvofandi þrýstingi á íslensku krónuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Már Guðmundsson seðlabankastjóri veitti Sigríði Benediktsdóttur, nýráðnum framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs, undanþágu til þátttöku í gjaldeyrisútboði bankans í febrúar 2012.

Rökin fyrir þeirri ákvörðun voru þau að hún var í hlutastarfi á þessum tíma og sat ekki framkvæmdastjórafundi hjá bankanum.

Sigríður flutti 50 þúsund evrur til landsins á grundvelli fjárfestingarleiðar Seðlabankans en ekki 15 þúsund evrur eins og hún hélt fram í samtali við ViðskiptaMoggann í gær. Leiðréttingu þar um kom hún á framfæri aðfaranótt miðvikudags. Gengishagnaður Sigríðar af viðskiptunum nam nærri tveimur milljónum króna á sínum tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK