Opinn kynningarfundur Icelandair Group fyrir markaðsaðila og hluthafa stendur nú yfir á Reykjavik Natura-hótelinu. Munu Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála kynna afkomuna á fundinum og svara spurningum ásamt öðrum stjórnendum félagsins.
Greint var frá því í gær að Icelandair hefði tapað um 89,4 milljónum Bandaríkjadala, um 11 milljörðum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt hálfsársuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Eykst tap félagsins frá sama tímabili í fyrra því um nærri 50%.
Haft var eftir Boga í fréttatilkynningu að staðan með MAX-vélarnar frá Boeing sé „fordæmalaus“ og hafi haft „veruleg áhrif á rekstur og afkomu félagins“.