150 milljónir í starfslokasamning

Höskuldur H. Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka, fékk starfslokasamning upp …
Höskuldur H. Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka, fékk starfslokasamning upp á 150 milljónir króna þegar hann lét af störfum. Ljósmynd/Aðsend

Hösk­uld­ur H. Ólafs­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Ari­on banka, fékk 150 millj­ón­ir króna við starfs­lok sín hjá bank­an­um, að því er fram kem­ur í reikn­ings­skil­um bank­ans fyr­ir ann­an árs­fjórðung 2019. Hösk­uld­ur starfaði 107 mánuði sem banka­stjóri bank­ans og sam­svar­ar starfs­loka­greiðslan því 1,4 millj­ón­um króna fyr­ir hvern mánuð sem hann gegndi stöðunni.

Til­kynnt var 12. apríl síðastliðinn að Hösk­uld­ur hafi sagt starfi sínu hjá Ari­on lausu. Hafði stjórn bank­ans og banka­stjór­inn kom­ist að sam­komu­lagi um starfs­lok sem urðu mánaðar­mót­in apríl/​maí.

Kom til­kynn­ing­in tveim­ur mánuðum eft­ir að til­kynnt var um af­komu bank­ans árið 2018 sem var veru­lega minni en árið á und­an. Hagnaður Ari­on banka í fyrra var tæp­lega 7,8 millj­arðar sem er um helm­ingi minna en árið 2017. Fór arðsemi bank­ans úr 6,6% í 3,7%.

Hösk­uld­ur var í fyrra hæst launaði banka­stjór­inn og fékk hann greidd­ar 67,5 millj­ón­ir króna í laun árið 2018, auk þess sem hann fékk 7,2 millj­ón­ir króna í ár­ang­ur­s­tengd­ar greiðslur.

Þá tók Stefán Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Ari­on Banka, við stöðu banka­stjóra tíma­bundið 1. maí í kjöl­far starfs­loka Hösk­uld­ar. Til­kynnt var 25. júní að Bene­dikt Gísla­son yrði ráðinn nýr banka­stjóri og að hann tæki til starfa 1. júlí síðastliðinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka