Skúli gerir 3,8 milljarða kröfur í WOW

Skúli Mogensen var forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen var forstjóri WOW air. mbl.is/RAX

Skúli Mogensen og félög tengd honum gera 3,8 milljarða króna kröfur í þrotabú WOW air. Þetta kemur fram í kröfuskrá þrotabúsins, sem mbl.is hefur undir höndum. Sjálfur gerir Skúli tvær kröfur, sem hljóða samanlagt upp á 797 milljónir króna, en þar að auki gera félög hans, Títan fjárfestingarfélag ehf. og TF KEF ehf., milljarðakröfur í búið.

Tæplega sex þúsund einstaklingar og lögaðilar gera kröfu í þrotabúið og nema þær rúmum 138 milljörðum króna. Forgangskröfur í búið eru um fimm milljarðar króna en undir þær falla vangreidd laun og iðgjald í lífeyrissjóði. Talið er að virði eigna þrotabúsins dugi ekki upp í forgangskröfurnar, hvað þá aðrar.

Stærstu kröfuhafar eru flugvélaleigusalar. CIT Aerospace gerir 53 milljarða króna kröfu í búið, ALC, félagið sem stóð í deilum við Isavia um kyrrsetningu vélar á Keflavíkurflugvelli á dögunum, gerir 9 milljarða og tveir aðrir leigusalar, Sog Aviation og Tungnaa Aviation gera kröfur upp á um þrjá milljarða hvor. Þá hljóðar krafa flugvélahreyflaframleiðandans Rolls Royce upp á 22 milljarða króna.

Meðal annarra stórra kröfuhafa má nena ríkisskattstjóra með 3,8 milljarða króna kröfu, Umhverfisstofnun með 850 milljóna kröfu,Höfðavík ehf., leigusali fyrirtækisins í Katrínartúni, með kröfur upp á tæpar 470 milljónir króna, Isavia með kröfur upp á 2,2 milljarða.

Ýmissa grasa kennir í kröfuskránni. Þannig gerir þýska sambandslögreglan 69 milljóna króna kröfu í búið og foreldrafélag Laugarnesskóla gerir 636 þúsund króna kröfu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK