Tónleikar Ed Sheeran skili um einum milljarði króna

Það styttist óðum í að að Ed Sheeran stígi á …
Það styttist óðum í að að Ed Sheeran stígi á svið á Laugardalsvelli. AFP

Heildartekjur vegna tónleika stórstjörnunnar Ed Sheeran hér á landi um komandi helgi nema um einum milljarði króna. Tónleikarnir fara fram á Laugardalsvelli og von er á miklum fjölda fólks.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má gera ráð fyrir að um 50 þúsund miðar seljist á tónleikana. Verði það raunin má áætla að um 35 þúsund miðanna verði seldir í standandi svæði og 15 þúsund í sæti. Verð á standandi svæði er 15.990 kr. á meðan miðar í sæti eru allt frá 19.990 kr. til 29.990 kr. Samtals má því gera ráð fyrir að tekjur vegna miðasölu verði um 900 milljónir króna.

Auk tekna vegna miðasölu eiga tónleikahaldarar von á góðri sölu veitinga og ýmiss varnings. Slík sala er þó í höndum fyrirtækisins Par 3, sem sér um söluna fyrir hönd listamannsins. Heimildir Morgunblaðsins herma að tekjur af sölunni verði í kringum 100 milljónir króna. Samtals eru því tekjur af tónleikunum um einn milljarður króna.

Listamaðurinn græðir mest

Aðspurður segist Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri hjá Senu Live, ekki geta tjáð sig um framangreinda útreikninga. Hann segir þó að ágóði tónleika á borð við þessa fari að mestu í vasa listamannsins og hans teymis.

„Stærstur hluti ágóðans fer ávallt til listamannsins og hans teymis, sem er eðlilegt. Það er hann sem selur, en við förum að sjálfsögðu ekki í svona verkefni nema það sé hagnaðarvon,“ segir Ísleifur og bætir við að mikil áhætta felist í því að flytja stjórnstjörnur hingað til lands. 

Nánari umfjöllum um tónleikana má finna á viðskiptasíðum Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK