Vaxið um 570 milljarða

Lífeyrissjóðirnir eru vel settir.
Lífeyrissjóðirnir eru vel settir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um 91 milljarð króna í júnímánuði og stóðu heildareignir þeirra af þeim sökum í 4.700 milljörðum króna í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands.

Það sem af er þessu ári hafa eignir sjóðanna aukist um 570 milljarða króna. Jafngildir það því að eignir sjóðanna hafi vaxið um ríflega 3,1 milljarð króna hvern einasta dag ársins. Erlendar eignir sjóðanna hafa vaxið mjög mikið á tímabilinu. Þannig stóðu þær í 1.057 milljörðum um áramót en voru komnar í 1.349 milljarða í lok júní. Jafngildir það 27,6% aukningu. Sjóðirnir hafa lagt áherslu á að auka hlutfall erlendra eigna í söfnum sínum. Á sama tíma hafa innlendar eignir sjóðanna vaxið um rúm 9%.

Lágir vextir þrýsta eignum upp

Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, bendir á að eignamarkaðir erlendis hafi verið sterkir undanfarna mánuði, ekki síst á fyrstu mánuðum ársins.

„Það má segja að allt hafi fallið með lífeyrissjóðunum á árinu, þó sérstaklega erlendu hlutabréfin,“ segir dr. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, þegar tölurnar eru bornar undir hann. „Þau hafa verið mjög góð. Vextir hafa þokast niður á við, seðlabankavöxtum er haldið lágum, markaðsvextir hafa haldist lágir og það ýtir alla jafna undir eignaverð.“

Gylfi segir að þessi þróun sé að nokkru marki jákvæð en ef vextir þokist að nýju upp á við gæti það aftur þrýst eignaverði niður á við.

„Þetta þarf allt að skoða í samhengi. Vextir hér heima hafa einnig lækkað. Eignaverð hefur þokast upp á við og sjóðfélagalánin eru á mjög hagstæðum kjörum. Það er mjög jákvætt fyrir lántakendur en það eru kannski ekki eins góð tíðindi fyrir þá sem nú eru við það að hefja töku lífeyris,“ segir Gylfi, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Bendir hann á að sjóðirnir eigi nú erfitt með að kaupa örugg skuldabréf þar sem raunávöxtun er hærri en 1%. „Það er allt önnur staða en var hér á árum áður þegar hægt var að ná 5-6% ávöxtun. Þetta felur í sér mikla áskorun fyrir sjóðina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK