Að útdeila réttlæti ekki hlutverk Seðlabankans

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­tals kom 2,4% af heild­ar­fjárfest­ingu sem fór í gegn­um fjár­fest­inga­leið Seðlabank­ans á ár­un­um 2011-2015 frá af­l­ands­fé­lög­um á lág­skatta­svæðum. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu bank­ans um gjald­eyr­isút­boð bank­ans á fyrr­greindu tíma­bili. Útboðin miðuðu að því að lækka stöðu svo­kallaðra af­l­andskróna og greiða þannig fyr­ir los­un fjár­magns­hafta. Sam­tals fóru um 175 millj­arðar í gegn­um gjald­eyr­isút­boðin.

Seðlabank­inn úti­lok­ar þó ekki að hlut­fallið geti hæg­lega hafa verið mun hærra enda ekki haft yf­ir­sýn yfir upp­runa fjár­magns­ins. Bend­ir bank­inn meðal ann­ars á að ólík­legt sé að það hefði þjónað nokkr­um til­gangi að geta komið í veg fyr­ir fjár­fest­ingu frá lág­skatta­svæðum. Mögu­leik­inn á slíku hafi verið rædd­ur í und­ir­bún­ings­ferl­inu, en „niðurstaðan var að slíkt ákvæði væri til­gangs­laust. Hefði fé­lög­um frá slík­um svæðum verið meinað að taka þátt í útboðunum hefði þeim verið í lófa lagið að flytja fjár­muni sína til OECD-rík­is fyr­ir útboðið og taka þannig þátt. Við það hefði slóð fjár­mun­anna mögu­lega rofnað og skatt­rann­sókn­ar­stjóri ekki fengið upp­lýs­ing­ar frá Seðlabank­an­um um til­vist þess­ara af­l­ands­fé­laga þó vissu­lega hefðu upp­lýs­ing­ar um end­an­lega eig­end­ur fjár­muna legið fyr­ir í báðum til­vik­um. Þetta kann að skýra þá staðreynd að til­tölu­lega lágt hlut­fall fjár­fest­ing­ar kom frá skatta­skjól­um. Flest­ir þeirra sem höfðu eitt­hvað að fela í skatta­skjól­um hafa senni­lega ekki viljað sýna á spil­in,“ seg­ir í skýrslu bank­ans.

Þá er farið yfir ýmsa gagn­rýni sem bank­inn hef­ur fengið á sig vegna gjald­eyr­isút­boðanna í gegn­um árin. Meðal ann­ars að ekki hafi verið komið í veg fyr­ir þátt­töku aðila sem af ýms­um ástæðum eru taldi óæski­leg­ir fjár­fest­ar og óverðugir þess að hagn­ast á viðskipt­um við Seðlabank­ann í þess­um aðstæðum. Seðlabank­inn svar­ar þessu í skýrsl­unni þannig að Alþingi hafi veitt bank­an­um umboð til að vinna að ákveðnum þjóðhags­leg­um mark­miðum sem eru fyrst og fremst stöðuleiki verðlags og fjár­mála­kerf­is. Þá hafi gilt sér­stök laga­ákvæði um grund­völl fjár­fest­inga­leiðar­inn­ar. Bank­inn hafi starfað inn­an þessa umboðs, en að „út­deila rétt­læti í sam­fé­lag­inu, með því að greina á milli æski­legra og óæski­legra fjár­festa, verðugra og óverðugra; er utan þess umboðs sem bank­an­um var fengið með lög­um, og er í raun úr­lausn­ar­efni stjórn­mál­anna en ekki Seðlabank­ans.“

Bend­ir Seðlabank­inn á að aðrar stofn­andi hafi hlut­verki að gegna við að fram­fylgja lög­um lands­ins, meðal ann­ars Sam­keppnis­eft­ir­litið, Fjár­mála­eft­ir­litið, rík­is­skatt­stjóri, skatt­rann­sókn­ar­stjóri, lög­regla, sak­sókn­ar­ar og svo dóm­stól­ar. Þá hafi bank­inn ekki held­ur getað aflað upp­lýs­inga um fjár­festa frá lög­reglu eða sak­sókn­ara með það í hyggju að úti­loka fjár­festa sem kynnu að vera til rann­sókn­ar hjá stjórn­völd­um. Skort hafi laga­grund­völl til þess.

Skýrsla Seðlabank­ans um gjald­eyr­isút­boð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK